Ungstirnið finnur fyrir pressunni

Jadon Sancho (t.v.).
Jadon Sancho (t.v.). AFP

Knattspyrnumaðurinn ungi Jadon Sancho er einn sá eftirsóttasti í Evrópu um þessar mundir og gengur honum illa að höndla pressuna sem því fylgir að mati liðsfélaga hans hjá Dortmund.

Sancho hefur mikið verið orðaður við félagaskipti til Manchester United, Liverpool og Real Madríd í allan vetur en þessi tvítugi sóknarmaður gekk til liðs við Dort­mund frá Manchester City sum­arið 2017 en hann hef­ur blómstrað í Þýskalandi og verið einn besti leikmaður deild­ar­inn­ar. 

Hann byrjaði gríðarlega vel í vetur og skoraði 17 mörk og gaf 20 stoðsendingar fram að kórónuveiruhléinu en hefur hins vegar ekki byrjað leik fyrir liðið síðan keppni hófst aftur nýlega. „Hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði Miguel Delaney, samherji hjá Dortmund, í viðtali við ESPN.

„En með slíkum hæfileikum kemur mikil pressa og ég held að hann sé hægt og rólega að byrja að finna fyrir þeirri pressu, frá enska landsliðinu og öllum félögunum sem fylgjast með honum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert