Vill taka við félagsliði eftir landsliðið

Phil Neville hughreystir markaskorarann Ellen White.
Phil Neville hughreystir markaskorarann Ellen White. AFP

Phil Neville vill ólmur taka við félagsliði þegar samningur hans við enska kvennalandsliðið í knattspyrnu rennur út á næsta ári. Neville ætlar ekki að halda áfram sem landsliðsþjálfari.

Neville tók við enska liðinu í árs­byrj­un 2018 og und­ir hans stjórn vann liðið stór­mót nokkurra bestu liða heims, SheBelieves-bik­ar­inn, og endaði í fjórða sæt­inu í loka­keppni HM á síðasta ári. Liðið hef­ur hins­veg­ar mátt þola sjö ósigra í síðustu ell­efu leikj­um sín­um og Neville hef­ur fengið tals­verða gagn­rýni í kjöl­farið.

Til stóð að hans síðasta verk­efni yrði að stjórna enska liðinu á EM á Englandi þá um sum­arið en Evr­ópu­mót­inu hef­ur nú verið frestað um eitt ár. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort hann stjórni liði Bret­lands á Ólymp­íu­leik­un­um í Tókýó sum­arið 2021 eins og til stóð en það er alla vega ljóst að hann hættir að samningnum loknum.

„Ég ætlaði mér alltaf að þjálfa England í þrjú ár og reyna svo fyrir mér með félagsliði. Ég hef elskað hverja mínútu hérna en ég hitti ekki leikmennina nógu oft eða fæ að hafa áhrif á þá á hverjum degi, sem er það sem ég vil,“ sagði Neville í samtalið við beIN Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert