Leverkusen í 3. sæti

Kai Havertz fagnar markinu ásamt samherjum sínum í Leverkusen.
Kai Havertz fagnar markinu ásamt samherjum sínum í Leverkusen. AFP

Bayer Leverkusen er nú aðeins stigi á eftir Borussia Dortmund eftir leik kvöldsins í þýsku 1. deild karla í knattspyrnu. 

Leverkusen náði í þrjú stig gegn Freiburg á útivelli með 1:0 sigri. Freiburg er í 8. sæti með 38 stig og hefur gefið eftir á þessu ári eftir ágætt gengi fyrir áramót. 

Leverkusen er með 56 stig eftir 29 leiki. Dortmund 57 eftir 28 leiki og Bayern München 64 eftir 28 leiki. RB Leipzig og Borussia Mönchengladbach eiga leik til góða á Leverkusen og er Leipzig með 55 stig en Gladbach 53 stig. 

Kai Havertz skoraði sigurmarkið í leik kvöldsins á 54. mínútu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert