Úr neðri deildum Noregs til Arsenal

George Lewis er orðinn leikmaður Arsenal.
George Lewis er orðinn leikmaður Arsenal. Ljósmynd/Larvik

Hinn 19 ára gamli Geor­ge Lew­is hefur gert samning við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal en hann var á reynslu hjá félaginu í mars. Lewis lék síðast með Larvik í norsku C-deldinni. 

Lew­is er upp­runa­lega frá Rú­anda en hann flutti ung­ur til Nor­egs og er með norskt rík­is­fang. Hef­ur hann aldrei leikið með yngri landsliðum Rú­anda né Nor­egs.  

Jostein Jensen, íþróttastjóri hjá Larvik, staðfesti tíðindin við Verdens Gang í Noregi. „Ég fékk þau skilaboð að hann hafi skrifað undir hjá Arsenal og við óskum honum góðs gengis,“ sagði Jensen. 

Lewis mun fara í varalið Arsenal fyrst um sinn, en hann gæti einnig æft með aðalliði félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert