Sleppur við fangelsi

Diego Costa.
Diego Costa. AFP

Knatt­spyrnumaður­inn Diego Costa var í dag fundinn sekur um skattsvik af spænskum dómstól og þarf að greiða yfir 500 þúsund evrur í sekt eða yfir 80 milljónir íslenskar krónur. Þá var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Costa er 31 árs framherji sem spilar með Atlético Madríd í heimalandinu Spáni en málavextir eru þeir að hann gaf ekki upp fimm milljón evra tekjur til skatts þegar hann hafði félagsskipti frá Chelsea á Englandi til Madríd. Þá gaf hann ekki upp eina millj­ón evra sem hann fékk vegna aug­lýs­inga­samn­ings.

Sak­sókn­ar­ar í Madríd kröfðust þess að Costa yrði dæmd­ur í sex mánaða fang­elsi en hann sleppur við fangelsisvistina með því að greiða aukalega um 36 þúsund evrur í sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert