Eitt staðfest smit hjá félagi Ragnars

Ragnar Sigurðsson í landsleik síðasta haust.
Ragnar Sigurðsson í landsleik síðasta haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Upp hefur komið eitt staðfest smit af kórónuveirunni hjá knattspyrnufélaginu FC Kø­ben­havn sem landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson spilar með en danski boltinn hóf göngu sína á ný í síðustu viku.

Félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni og segir að markmannsþjálfarinn Kim Christiensen hafi verið greindur með veiruna. Í kjölfar hefur hann verið sendur í einangrun og voru allir leik- og starfsmenn félagsins skimaðir til öryggis en enginn annar hefur smitast. Það er því ólíklegt að þetta smit muni koma til með að riðla leikjaprógrami liðsins sem á að mæta Randers á heimavelli á sunnudaginn. Allir sem koma að dönsku úrvalsdeildinni eru skimaðir einu sinni í viku á meðan veirufaraldurinn gengur yfir.

Ragnar gekk í raðir Kaupmannahafnar í janúar og gerði skammtímasamning við sitt gamla félag. Hann er orðinn 34 ára gamall og var ekki í leikmannahóp liðsins í fyrsta leik eftir veiruhlé um síðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert