Úrúgvæinn klár í slaginn

Luis Suárez er klár í slaginn.
Luis Suárez er klár í slaginn. AFP

Úrúgvæski framherjinn Luis Suárez átti ekki von á því að leika aftur með Barcelona á þessu tímabili er hann gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í janúar.

Frestanir vegna kórónuveirunnar hafa hinsvegar gert honum kleift að taka þátt í lokasprettinum í spænsku 1. deildinni. Hann hefur nú náð sér á fullu af meiðslunum og er klár í slaginn. 

Ellefu umferðir eru eftir af deildarkeppninni á Spáni og mætir Barcelona til leiks á ný þann 13. júní á útivelli gegn Mallorca. Er líklegt að Suárez verði í byrjunarliði Börsunga. 

Suárez lék síðast í janúar og eftir fjögurra mánaða bataferli hefur hann nú náð sér á fullu. Framherjinn hefur spilað gríðarlega vel með Barcelona síðan hann kom til félagsins frá Liverpool árið 2014 og skorað 142 mörk í 180 deildarleikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert