Áfall fyrir Barcelona

Xavi verður áfram hjá Al Sadd.
Xavi verður áfram hjá Al Sadd. Ljósmynd/Al Sadd

Xavi Hernandez, fyrrverandi fyrirliði knattspyrnuliðs Barcelona, hefur verið orðaður við endurkomu til félagsins sem knattspyrnustjóri en hann hefur þjálfað Al Sadd í Katar frá því á síðasta ári með góðum árangri. 

Hefur Spánverjinn hinsvegar gert nýjan samning við Al Sadd sem gildir til ársins 2021. Segir í fréttatilkynningu félagsins að Xavi sé með fulla einbeitingu á að takast á við komandi verkefni hjá Al Sadd. 

Framtíð Quique Set­ién, núverandi stjóra Barcelona, er í mik­illi óvissu en hann tók við liðinu í janú­ar á þessu ári af Er­nesto Val­ver­de sem var lát­inn taka pok­ann sinn. Gengi liðsins und­ir stjórn Set­ién hef­ur hins veg­ar verið óstöðugt en liðið er nú fjórum stig­um á eft­ir toppliði Real Madrid í spænsku 1. deild­inni þegar fimm um­ferðir eru eft­ir af tíma­bil­inu.

Xavi lék með aðalliði Barcelona frá 1998 til 2015, alls 767 leiki og er hann goðsögn hjá félaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert