Bikarmeistararnir tryggðu sæti sitt í deildinni

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í SönderjyskE verða áfram í …
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í SönderjyskE verða áfram í úrvalsdeildinni. Ljósmynd/aðsend

Dönsku bikarmeistararnir SönderjyskE eru endanlega búnir að tryggja sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 1:1 jafntefli gegn OB frá Óðinsvéum á heimavelli sínum í Haderslev í gær.

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með SönderjyskE sem með sigrinum komst fjórum stigum uppfyrir Lyngby fyrir lokaumferðina í fallriðli eitt. Þetta þýðir jafnframt að SönderjyskE fer áfram í umspil um Evrópusæti, sem félagið hefur reyndar þegar  tryggt sér með bikarsigrinum. Lyngby, þar sem Frederik Schram er varamarkvörður, þarf hinsvegar að fara í umspilsleiki við Hobro um að halda sér í deildinni.

Aron Elís Þrándarson lék ekki með OB vegna meiðsla en lið hans endar í efsta sæti riðilsins og fer einnig í Evrópu-umspilið. Liðin sem enduðu í sjöunda til fjórtánda sæti úrvalsdeildarinnar þurftu að fara í þessa keppni á meðan sex efstu liðin halda áfram keppni um danska meistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert