Brescia úr botnsætinu

Birkir Bjarnason fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum.
Birkir Bjarnason fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum. Ljósmynd/@BresciaOfficial

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Brescia í ítölsku A-deildinni, fagnaði sigri þegar liðið fékk Verona í heimsókn á Mario Rigamonti-völlinn í Brescia í dag.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Brescia. Birkir var í byrjunarliði Brescia en var skipt af velli á 83. mínútu. Það voru þeir Andrea Papetti og Alfredo Donnarumma sem skoruðu mörk Brescia í leiknum en þau komu bæði í seinni hálfleik.

Brescia fer með sigrinum upp í nítjánda sæti deildarinnar í 21 stig. liðið er sex stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu en þetta var fimmti sigur liðsins á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert