Leikjahæstur á Ítalíu

Gianluigi Buffon stóð á milli stanganna hjá Juventus um helgina …
Gianluigi Buffon stóð á milli stanganna hjá Juventus um helgina gegn Torino. AFP

Gianluigi Buffon, markvörður ítalska knattspyrnufélagsins Juventus, varð um helgina leikjahæsti leikmaður ítölsku A-deildarinnar frá upphafi en hann var í byrjunarliði Juventus sem vann 4:1-heimasigur gegn Torino á laugardaginn síðasta. Þetta var deildarleikur númer 648 hjá markverðinum öfluga sem er orðinn 42 ára gamall.

Um helgina tók Buffon fram úr landsliðsfyrirliðanum fyrrverandi Paolo Maldini sem lékk 647 deildarleiki með AC Milan á ferlinum. Maldini lagði skóna á hilluna árið 2009 en hann lék sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélag sitt AC Milan árið 1984. Þá lék Maldini 123 landsleiki fyrir Ítali þar sem hann skoraði sjö mörk.

Buffon lék sinn fyrsta deildarleik með Parma á Ítalíu árið 1995 en hann ólst upp hjá Parma. Hann gekk til liðs við Juventus árið 2001 þar sem hann lék til ársins 2018. Þá samdi hann við Frakklandsmeistari PSG þar sem hann lék í eitt tímabil áður en hann snéri aftur heim til Ítalíu og samdi við Juventus á nýjan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert