Íslendingarnir á Ítalíu voru í tapliðum

Leikmenn Bologna fagna marki en þeir urðu að sætta sig …
Leikmenn Bologna fagna marki en þeir urðu að sætta sig við tap í kvöld. AFP

Báðir Íslendingarnir sem leika í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu voru á ferðinni með liðum sínum í kvöld en báðir urðu þeir að sætta sig við tap.

Birkir Bjarnason var í liði Brescia sem sótti Torino heim og tapaði 3:1. Birkir lék fyrsta klukkutímann en var þá skipt af velli. Lið hans er áfram næstneðst með 21 stig þegar sjö umferðum er ólokið og er sjö stigum frá því að komast úr fallsæti.

Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu hjá Bologna sem tapaði 1:2 fyrir Sassuolo á heimavelli. Lið hans var 0:2 undir þegar Andri kom til leiks en Bologna náði að skora í uppbótartímanum. Liðið er í 10. sæti með 41 stig og siglir lygnan sjó í deildinni.

Atalanta fór uppfyrir Inter Mílanó og í þriðja sæti deildarinnar í kvöld með því að sigra Sampdoria, 2:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert