Landsliðskona framlengir í Svíþjóð

Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir landsliðskona í knatt­spyrnu hefur framlengt samning sinn …
Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir landsliðskona í knatt­spyrnu hefur framlengt samning sinn við sænska félagið Rosengård og mun hún spila með liðinu til ársins 2022. Ljósmynd/Rosengård

Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir landsliðskona í knatt­spyrnu hefur framlengt samning sinn við sænska félagið Rosengård og mun hún spila með liðinu til ársins 2022.

Félagið sagði frá fregnunum á samfélagsmiðlum sínum í morgun og er þar haft eftir Glódísi að hún sé full tilhlökkunar fyrir komandi verkefnum með Rosengård sem tekur þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Glódís gekk til liðs við Rosengård árið 2017 og kom þá frá Eskilstuna. Hún er fædd árið 1995 og hóf meistaraflokks ferilinn með HK/Víkingi í 1. deildinni árið 2009. Hún hefur spilað 84 landsleiki og skorað í þeim sex mörk en hún var valin í úrvalslið sænsku úrvalsdeildarinnar fyrir árið 2019 er Gló­dís og sam­herj­ar henn­ar í Rosengård urðu sænsk­ir meist­ar­ar. Þá var hún í hópi tíu efstu í kjör­inu á íþrótta­manni árs­ins á Íslandi 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert