„Missti mig þegar lokaflautið gall“

Jón Daði Böðarsson.
Jón Daði Böðarsson. mbl.is/Hari

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson var í ítarlegu og skemmtilegu viðtali sem birtist á heimasíðu Millwall, liðið sem Selfyssingurinn spilar með í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Þar fer hann um víðan völl og ræðir ferilinn, frá upphafinu á Selfossi, ævintýrið með landsliðinu á EM og HM og dvölina á Englandi.

„Þegar lokaflautið gall missti ég mig algjörlega. Við fögnuðum saman með stuðningsmönnunum og þetta var bara ótrúlegt,“ rifjar Jón Daði upp en hann var að tala um eftirminnilegan leik Íslands og Englands á lokakeppni EM 2016. Viðtalið áhugaverða má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert