Íhugar að taka skóna af hillunni

Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder. AFP

Wesley Sneijder, fyrr­ver­andi landsliðsmaður Hol­lands í fót­bolta, íhugar nú að taka skóna af hillunni og snúa aftur en hann hætti síðasta vetur.

Sneijder er 36 ára gam­all og byrjaði hann fer­il sinn hjá Ajax árið 2002. Hann lék með liðum á borð við Real Madríd, In­ter, Galatas­aray og Nice. Hann varð spænsk­ur meist­ari með Real árið 2008. Hann var síðast á mála hjá Al-Gharafa í Katar en hefur nú byrjað að æfa með áhugamannaliði DHSC í heimalandinu.

Liðið er staðsett í heimabæ hans, Utrecht, og samkvæmt heimildum staðarblaðs þar íhugar kappinn að gera samning við FC Utrecht fyrir næstu leiktíð.

Sneijder val­inn næst­besti leikmaður heims­meist­ara­móts­ins 2010, er Hol­land hafnaði í öðru sæti. Sneijder lék 134 lands­leiki fyr­ir Hol­land og er hann leikja­hæsti landsliðsmaður þjóðar­inn­ar frá upp­hafi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert