Framtíð Spánverjans í óvissu

Dani Ceballos í leik með Arsenal.
Dani Ceballos í leik með Arsenal. AFP

Framtíð spænska miðjumannsins Danis Ceballos er í óvissu, en Ceballos var að láni hjá Arsenal frá Real Madrid á leiktíðinni. Enska félagið vill halda leikmanninum, en til greina kemur að hann snúi aftur til Madrid. 

Þá hafa fleiri félög augastað á Ceballos og hefur hann m.a. verið orðaður við uppeldisfélagið Real Betis. Ceballos segist opinn fyrir því að fara aftur til Madrid, fái hann að spila meira en hann gerði áður en leiðin lá til Arsenal. 

„Ég er búinn að ræða við forráðamenn Real og framtíð mín kemur í ljós eftir að Manchester City og Real spila í Meistaradeildinni. Ég vil spila 35 leiki á næstu leiktíð,“ sagði Ceballos við El Partidazo de COPE á Spáni. 

Ceballos lék 24 leiki með Arsenal á nýliðinni leiktíð en tókst ekki að skora. Hefur hann leikið 35 deildarleiki með Real og skorað í þeim fimm mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert