Félögin eru að spila póker

Jadon Sancho
Jadon Sancho AFP

Forráðamenn knattspyrnufélaganna Manchester United og Dortmund þrefa nú um verðið á sóknarmanninum Jadon Sancho en Englendingurinn ungi átti ótrúlegt tímabil í þýsku efstu deildinni á nýliðnu tímabili.

Sancho skoraði 17 mörk og lagði upp annað eins fyrir Dortmund og vill félagið ekki minna en 120 milljónir evra fyrir leikmanninn. Forráðamenn United eru sagðir opnir fyrir því, en vilja þó greiða fyrir leikmanninn í nokkrum afborgunum.

Þýski blaðamaðurinn Raphael Honigstein, sem starfar fyrir Athletic, segir félögin vera í póker, enda er hér um að ræða frábæran leikmann. „Bæði lið vilja auðvitað fá sem mest fyrir peninginn. Það er verið að spila póker en að lokum verður United einfaldlega að borga. Dortmund mun gefa lítið eftir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert