Stórsigur og fimm stigum á eftir Íslandi

Ungverska liðið í baráttu við það íslenska á Laugardalsvellinum síðasta …
Ungverska liðið í baráttu við það íslenska á Laugardalsvellinum síðasta haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ungverjar voru ekki í vandræðum með Letta í dag þegar liðin mættust í F-riðli undankeppni kvenna í knattspyrnu, riðli Íslands, í Liepaja í Lettlandi.

Ungverska liðið var komið í 3:0 eftir rúmlega hálftíma leik og sigraði 5:0. Dora Zeller skoraði tvö fyrstu mörkin, þær Sara Pusztai og Lilla Turányi bættu við mörkum og Turányi skoraði aftur með síðustu spyrnu leiksins.

Karlina Miksone og Olga Sevcova, leikmenn ÍBV, léku allan leikinn með Lettum og samherji þeirra úr Eyjum Eliza Spruntule kom inn á  sem varamaður í fyrri hálfleiknum.

Ungverjar eru þá komnir með 7 stig í þriðja sæti riðilsins en Slóvakar eru með 4 stig og Lettar ekkert. Svíþjóð og Ísland eru með 12 stig hvor þjóð í tveimur efstu sætunum en toppslagur þeirra hefst klukkan 18 á Laugardalsvellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert