Sjálfsmark réði úrslitum í Hollandi

Leikmenn Liverpool fagna sigurmarkinu í Hollandi.
Leikmenn Liverpool fagna sigurmarkinu í Hollandi. AFP

Sjálfsmark réði úrslitum þegar Liverpool heimsótti Ajax í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Johan Cruijff Arena í Amsterdam í Hollandi í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Englandsmeistaranna en eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik þegar Nicolás Tagliafico varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Sadio Mané keyrði þá í átt að vítateig Ajax-manna, fór illa með Perr Schuurs, og þrumaði boltanum í átt að marki.

Skotið fór í Tagliafico og þaðan í netið og reyndist það eina mark leiksins.

Liverpool byrjar því riðlakeppnina á sigri og er með 3 stig í öðru sæti riðilsins en Ajax er án stiga.

Ajax 0:1 Liverpool opna loka
90. mín. Liverpool fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert