Alfreð missir af leiknum í kvöld

Alfreð Finnbogason skorar í leik Íslands og Rúmeníu 8. október …
Alfreð Finnbogason skorar í leik Íslands og Rúmeníu 8. október en markið var dæmt af. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alfreð Finnbogason landsliðsmaður í knattspyrnu er ekki búinn að jafna sig af meiðslunum sem hann varð fyrir snemma leiks gegn Dönum í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum 11. október.

Alfreð þurfti þá að fara af velli á 12. mínútu vegna tognunar í læri. Hann var í kjölfarið ekki með Augsburg í næsta leik í þýsku 1. deildinni og verður heldur ekki með í kvöld þegar lið hans sækir Leverkusen heim í fimmtu umferð deildarinnar.

Augsburg hefur byrjað tímabilið vel, er með sjö stig úr fjórum leikjum og kæmist í fjórða sætið með sigri í kvöld, á eftir RB Leipzig, Bayern München og Dortmund sem raða sér í þrjú efstu sætin eftir leiki helgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert