Öll stjórn Barcelona segir af sér

Josep Bartomeu, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, ásamt allri stjórn félagsins hefur sagt af sér eftir slaka byrjun á tímabilinu. 

Bartomeu staðfesti tíðindin á blaðamannafundi í dag, en Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í deildinni á laugardag, 3:1, og er í 12. sæti með sjö stig eftir fimm leiki. 

Þá hefur staðan varðandi Lionel Messi gert Bartomeu erfitt fyrir en Argentínumaðurinn er staðráðinn í að yfirgefa félagið. Messi sakaði Bartomeu um að ljúga að sér fyrr á tímabilinu. 

Þá hefur Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, gagnrýnt Bartomeu opinskátt í fjölmiðlum. Bartomeu hefur verið forseti Barcelona í sjö ár, en kjörtímabili hans átti að ljúka í mars á næsta ári.

Josep Maria Bartomeu sagði af sér í dag.
Josep Maria Bartomeu sagði af sér í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert