Antwerpen skellti Tottenham

Gareth Bale og Ritchie De Laet eigast við í kvöld.
Gareth Bale og Ritchie De Laet eigast við í kvöld. AFP

Belgíska liðið Antwerpen kom hressilega á óvart í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Tottenham Hotspur að velli 1:0 í Belgíu. 

Gareth Bale var í byrjunarliði Tottenham og lék í liðlega klukkutíma og þá leysti Harry Kane hann af hólmi en margir af sterkustu leikmönnum Tottenham komu við sögu í leiknum. 

Liðin eru í J-riðli keppninnar með LASK Linz og Ludogorets. Hefur Antwerpen unnið báða leiki sína og er í góðri stöðu en Tottenham og LASK eru með þrjú stig. 

Íslendingaliðið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli gegn Dinamo Zagreb í Moskvu. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörninni hjá CSKA og Arnór Sigurðsson lék síðasta korterið. Liðin eru bæði með 2 stig í riðlinum en Wolfsberger frá Austurríki er með 4 stig og Feyenoord 1 stig. Austuríska liðið sýndi styrk sinn í kvöld með 4:1 stórsigri í Rotterdam. 

Leicester City var einnig á ferðinni í kvöld og fór til Aþenu þar sem liðið vann AEK 2:1 með mörkum frá Jamie Vardy og Hamza Choudbury. Leicester hefur unnið báða leiki sína í G-riðli. 

Úrslitin í fyrri tólf leikjum kvöldsins:

G-riðill:
AEK Aþena - Leicester 1:2
Zorya Luhansk - Braga 1:2

H-riðill:
AC Milan - Sparta Prag 3:0
Lille - Celtic 2:2

I-riðill:
Qarabag - Villarreal 1:3
Sivasspor - Maccabi Tel Aviv 1:2

J-riðill:
LASK Linz - Ludogorets 4:3
Antwerpen - Tottenham 1:0

K-riðill:
CSKA Moskva - Dinamo Zagreb 0:0
Feyenoord - Wolfsberger 1:4

L-riðill:
Rauða stjarnan - Slovan Liberec 5:1
Gent - Hoffenheim 1:4

Arnór Sigurðsson gefur fyrir mark Dinamo Zagreb í kvöld.
Arnór Sigurðsson gefur fyrir mark Dinamo Zagreb í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert