Grátlegt tap Sverris – jafntefli hjá Albert

Sverrir Ingi í baráttunni við Jack Grealish í landsleik Englands …
Sverrir Ingi í baráttunni við Jack Grealish í landsleik Englands og Íslands í síðustu viku. AFP

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn þegar lið hans PAOK tapaði 2:3 gegn PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í knattspyrnu karla í kvöld. Albert Guðmundsson var í fremstu víglínu hjá AZ Alkmaar þegar liðið gerði 0:0 jafntefli gegn toppliði spænsku 1. deildarinnar, Real Sociedad.

Tap PAOK var sérlega svekkjandi þar sem liðið var komið í 2:0 eftir 13 mínútna leik. PSV minnkaði muninn á 20. mínútu og gerði svo út um leikinn snemma í síðari hálfleik, þegar liðið skoraði á 51. og 53. mínútu.

PAOK er eftir leikinn í þriðja sæti E-riðils með 5 stig, einu stigi á eftir PSV í öðru sætinu.

Allt í járnum í riðli Alberts

Albert Guðmundsson spilaði 71. mínútu í markalausa jafnteflinu gegn Real Sociedad. Sociedad hefur komið á óvart í spænsku 1. deildinni á tímabilinu, þar sem þeir tróna á toppnum.

Sociedad og AZ eru í 2. og 3. sæti F-riðilsins, bæði með 7 stig. Á toppnum er svo Napoli með 9 stig og því allt í járnum í riðlinum

Tottenham vann stórsigur

Tottenham vann góðan 4:0 sigur á Ludogorets Razgrad í J-riðlinum.

Carlos Vinícius skoraði tvívegis í fyrri hálfleiknum áður en Harry Winks og Lucas Moura bættu við mörkum í þeim síðari.

Tottenham er eftir sigurinn með 9 stig í 2. sæti riðilsins, með jafnmörg stig og Antwerp í toppsætinu.

Úrslit seinni leikja kvöldsins:

A-riðill:
CFR Cluj - Roma 0:2

B-riðill:
Dundalk - Rapid Vín 1:3

C-riðill:
Leverkusen - Hapoel Beer Sheva 4:1
Nice - Slavia Prag 1:3

D-riðill:
Rangers - Benfica 2:2
Standard Liege - Lech Poznan 2:1

E-riðill:
Granada - Omonia Nikosia 2:1
PSV Eindhoven - PAOK 3:2

F-riðill:
AZ Alkmaar - Real Sociedad 0:0
Napoli - Rijeka 2:0

J-riðill:
Tottenham - Ludogorets 4:0

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert