Sara Björk má vera pirruð

Sara Björk Gunnarsdóttir var frábær í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 30. ágúst …
Sara Björk Gunnarsdóttir var frábær í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 30. ágúst síðarliðinn. AFP

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í gær hvaða leikmenn og þjálfarar koma til greina í valinu á bestu leikmönnum og þjálfurum ársins.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, var ekki tilnefnd að þessu sinni en hún varð Evrópumeistari með Lyon í ágúst ásamt því að skora þriðja mark liðsins í úrslitaleiknum gegn Wolfsburg í 3:1-sigri Lyon í San Sebastián á Spáni í lok ágúst.

Alls voru fjórir liðsfélagar hennar eða fyrrverandi liðsfélagar tilnefndir til verðlaunanna sem leikmaður ársins í kvennaflokki. Delphine Cascarino, Saki Kumagai og Wendie Renard. Þá var Lucy Bronze einnig tilnefnd en hún gekk til liðs við Manchester City á dögunum.

Vefmiðillinn 90Min.com tók saman áhugaverðan lista yfir leikmenn sem voru ekki tilnefndir og „mega vera pirraðir yfir því“ að því er fram kemur í umfjöllun miðilsins.

„Íslenski miðjumaðurinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði fyrir bæði Lyon og Wolfsburg á leiktíðinni. 

Hún hjálpaði Wolfsburg að vinna tvöfalt í Þýskalandi, áður en hún varð bikar- og Evrópumeistari með Lyon.

Þá skoraði hún markið sem innsiglaði sigur Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir í umfjöllun 90Min.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert