Daninn yfirgefur Inter í janúar

Christian Eriksen skoraði tvö mörk er Ísland og Danmörk mættust …
Christian Eriksen skoraði tvö mörk er Ísland og Danmörk mættust í Þjóðadeildinni á dögunum. AFP

Allar líkur eru á því að danski miðjumaðurinn Christian Eriksen yfirgefi ítalska knattspyrnufélagið Inter Milano í janúar. Giuseppe Marotta stjórnarformaður félagsins gaf þetta í skyn í samtali við Sky á Ítalíu.

Eriksen kom til Inter frá Tottenham í janúar en hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá ítalska stórliðinu. Eriksen hefur aðeins byrjað þrjá leiki á tímabilinu í ítölsku A-deildinni, þann síðasta fyrir mánuði síðan.

„Ef Eriksen fær ekki að spila meira fram að janúar mun hann biðja um að fara og það verður ekki vandamál. Það verður jákvætt fyrir alla. Við munum gera það sem er best fyrir liðið og best fyrir hann,“ sagði Marotta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert