Botnliðið stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu

Steven Gerrard er knattspyrnustjóri Rangers.
Steven Gerrard er knattspyrnustjóri Rangers. AFP

Toppliði skosku úrvalsdeildarinnar Rangers mistókst að vinna sinn sextánda deildarsigur í röð er það heimsótti botnlið Motherwell í 24. umferðinni í dag. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Rangers er þó í ágætis málum í deildinni, liðið er með 21 stigs forystu á erkifjendur sína í Celtic.

Rangers hefur ekki tapað einum einasta deildarleik á tímabilinu, unnið 21 og gert þrjú jafntefli, en sigrarnir voru orðnir fimmtán í röð fyrir leik dagsins gegn Motherwell sem lyfti sér úr botnsætinu með stiginu. Heimamenn komust yfir snemma leiks áður en Cédric Itten jafnaði metin og bjargaði stigi fyrir Rangers. Jöfnunarmarkið var umdeilt og sagði Graham Alexander, stjóri Motherwell, við BBC í leikslok að það hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu.

Steven Gerr­ard, fyrr­ver­andi fyr­irliði enska knatt­spyrnuliðsins Li­verpool, er stjóri Rangers og virðist fátt geta komið í veg fyrir að lærisveinar hans verði skoskir meistarar í vor en erkifjendurnir í Celtic hafa orðið Skotlandsmeistarar síðustu níu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert