Fyrirliði Real Madríd þarf að lækka í launum

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madríd.
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madríd. AFP

Forráðamenn spænska stórveldisins Real Madríd vilja að fyrirliðinn Sergio Ramos samþykki launalækkun en hann hafnaði samningstilboði frá félaginu á dögunum.

Ramos, sem er orðinn 34 ára gam­all, gekk til liðs við Real Madrid frá upp­eld­is­fé­lagi sínu Sevilla árið 2005 og hef­ur verið lyk­ilmaður í liðinu síðan en hann var gerður að fyrirliða árið 2015. Núverandi samningur hans rennur út í sumar og er hann sagður vilja vera áfram hjá Real en samkvæmt spænska miðlinum ABC vill hann tveggja ára framlengingu.

Félagið hefur hins vegar boðist til að framlengja samninginn um eitt ár og sömuleiðis beðið hann að lækka laun sín um tíu prósent en kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif á fjárhag félagsins. Ramos á að baki næstum 700 leiki fyr­ir Real Madrid þar sem hann hef­ur skorað 100 mörk en hann hef­ur fimm sinn­um orðið Spán­ar­meist­ari með liðinu og fjór­um sinn­um Evr­ópu­meist­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert