Landsliðsmaður snéri aftur til æfinga

Guðlaugur Victor Pálsson hefur hafið æfingar að nýju með Darmstadt.
Guðlaugur Victor Pálsson hefur hafið æfingar að nýju með Darmstadt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, snéri aftur til æfinga hjá þýska B-deildarfélaginu Darmstadt í dag.

Miðjumaðurinn er að koma til baka eftir tveggja mánaða leyfi en móðir hans lést seint á síðasta ári.

Guðlaugur hefur verið að glíma við meiðsli og í endurhæfingu hér á landi í desember og janúar en óvíst er hvenær hann mun snúa aftur á keppnisvöllinn með Darmstadt.

Þýska liðið er í fjórtánda sæti þýsku B-deildarinnar með 18 stig og hefur saknað Guðlaugs mikið en liðið er fjórum stigum frá umspilssæti um fall úr deildinni.

Guðlaugur, sem er orðinn  29 ára gamall, hefur stimplað sig inn sem fastamaður í íslenska landsliðinu en hann á að baki 23 A-landsleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert