Enn skorar Elías

Elías Már Ómarsson fagnar marki í leik með Excelsior.
Elías Már Ómarsson fagnar marki í leik með Excelsior. Ljósmynd/Excelsior

Elías Már Ómarsson var sem fyrr á skotskónum þegar lið hans Excelsior bar sigurorð af TOP Oss í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Elías skoraði annað mark Excelsior í 3:1 sigri.

Elías hefur raðað inn mörkunum á tímabilinu og var mark hans í dag hans átjánda í tuttugu leikjum á tímabilinu í deildinni. Auk þess hefur hann skorað þrjú mörk í þremur leikjum í hollensku bikarkeppninni og er þar með kominn með 21 mark í 23 leikjum í heildina á tímabilinu.

Elías er næstmarkahæstur í deildinni, en aðeins Robert Mühren hjá toppliði Cambuur hefur skorað fleiri mörk en Elías til þessa, 20 talsins.

Excelsior er um miðja deild í 12. sæti með 26 stig að loknum 21 leik. 8. sætið er síðasta sæti sem veitir þátttökurétt í umspili og er Excelsior sem stendur sex stigum frá því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert