Juventus kaupir Bandaríkjamanninn

Weston McKennie hefur leikið mjög vel með Juventus í vetur.
Weston McKennie hefur leikið mjög vel með Juventus í vetur. AFP

Ítalíumeistarar Juventus staðfestu í dag kaup á bandaríska knattspyrnumanninum Weston McKennie frá Schalke í Þýskalandi.

McKennie hefur verið í láni hjá Juventus frá þýska liðinu í vetur, með ákvæði um að Ítalirnir gætu keypt hann fyrir 18,5 milljónir evra, sem þeir hafa nú gert. Samningur hans við félagið er til ársins 2025.

McKennie er 22 ára miðjumaður, fæddur í Texas og uppalinn hjá FC Dallas en hefur verið í röðum Schalke undanfarin fimm ár. Hann lék 75 leiki í efstu deild í Þýskalandi áður en hann kom til Juventus þar sem hann á nú þegar að baki 21 leik og fjögur mörk í A-deildinni.

Þá hefur McKennie leikið 21 landsleik fyrir Bandaríkin og skorað í þeim sex mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert