Ryan Giggs ákærður fyrir líkamsárás

Ryan Giggs.
Ryan Giggs. AFP

Ryan Giggs, þjálf­ari velska karla­landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás gegn tveimur konum á fertugs- og þrítugsaldri.

Fyrrverandi fótboltastjarnan var handtekin á síðasta ári en Giggs var þá grunaður um að hafa ráðist á kærustu sína, Kate Greville. Lögreglan hafði verið kölluð til heimilis hans í Manchester í Englandi vegna óláta.

Giggs hefur síðan vísa öllum ásökunum á bug en hann hefur ekki stýrt velska landsliðinu af hliðarlínunni í undanförnum leikjum eða á meðan lögreglurannsóknin stóð yfir. BBC segir svo frá því í dag að Giggs hafi verið ákærður fyrir líkamsárás gegn tveimur konum og mun hann mæta fyrir dómi í Manchester á miðvikudaginn í næstu viku, 28. apríl. Ekki liggur fyrir hver seinni konan er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert