Fer ekki á EM

Virgil van Dijk hefur ekki spilað síðan Jordan Pickford braut …
Virgil van Dijk hefur ekki spilað síðan Jordan Pickford braut illa á honum í október síðastliðnum. AFP

Virgil van Dijk, varnarmaður enska knattspyrnuliðsins Liverpool og hollenska landsliðsins, segir að hann muni ekki taka þátt á EM með landsliðinu í sumar.

Van Dijk hefur verið meiddur nánast allt yfirstandandi tímabil eftir að hafa slitið krossband í hnéi í október síðastliðnum, í leik gegn nágrönnunum í Everton.

Hann er þó allur að koma til og hefur því verið velt upp hvort hann taki þátt með hollenska landsliðinu þegar EM hefst eftir tæpan mánuð.

„Með allt það sem er í gangi núna í huga finnst mér sem það sé rétt ákvörðun hjá mér hvað líkamann minn varðar að fara ekki á EM og klára síðasta stig endurhæfingar minnar á milli tímabila.

Ég mun því leggja alla áherslu á að snúa aftur á undirbúningstímabilinu með félaginu og það er raunhæft markmið.

Auðvitað er ég svekktur yfir því að missa af EM og að leiða land mitt þar en hlutirnir hafa æxlast eins og þeir hafa gert og ég verð að sætta mig við þið, við þurfum öll að sætta okkur við það.

Ég tel að ákvörðunin að fara ekki sé sú rétta í stóra samhenginu. Þetta var erfið ákvörðun en ég sætti mig fullkomlega við hana,“ sagði van Dijk í samtali við opinbera heimasíðu Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert