Líklegastur til að taka við Real Madrid

Massimiliano Allegri stýrði Juventus í fimm ár áður en hann …
Massimiliano Allegri stýrði Juventus í fimm ár áður en hann lét af störfum. AFP

Knattspyrnustjórinn Massimiliano Allegri þykir líklegastur til þess að taka við liði Real Madrid í sumar. Það er spænski miðillinn Marca sem greinir frá þessu.

Um helgina bárust fréttir af því að Zinedine Zidane, núverandi stjóri liðsins, yrði ekki áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð.

Allegri, sem er 53 ára gamall Ítali, hefur verið án starfs síðan hann lét af störfum hjá Juventus eftir keppnistímabilið 2018-19.

Hann gerði Juventus fimm sinnum að Ítalíumeisturum á tíma sínum í Tórínó og fjórum sinnum að bikarmeisturum.

Þá lék Juventus tvívegis í úrslitum Meistaradeildarinnar undir stjórn Allegris en tapaði í bæði skiptin, fyrir Barcelona 2015 í Berlín og Real Madrid 2017 í Cardiff.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert