Napoli með fullt hús stiga

Kalidou Koulibaly átti stórleik í kvöld.
Kalidou Koulibaly átti stórleik í kvöld. AFP

Napoli vann gífurlega öruggan 4:0 sigur á útivelli gegn Udinese í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu karla í kvöld. Napoli er þar með áfram á toppi deildarinnar og er eina liðið með fullt hús stiga.

Framherjinn öflugi Victor Osimhen kom gestunum á bragðið á 24. mínútu með skoti af stuttu færi eftir undirbúning Lorenzo Insigne.

Miðvörðurinn Amir Rrahmani tvöfaldaði forystuna á 35. mínútu með skalla eftir sending frá félaga sínum í hjarta varnarinnar, Kalidou Koulibaly.

Staðan því 2:0 í hálfleik.

Varnartröllið Koulibaly kom sér svo sjálfur á blað á 52. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Fabián.

Hirving Lozano rak svo smiðshöggið með fjórða markinu þegar hann skoraði eftir laglegt samspi við Mário Rui.

4:0 lokatölur og Napoli á toppi deildarinnar með 12 stig eftir fjóra leiki. Þar á eftir koma Inter og AC Milan, bæði með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert