Lést undir lok árs en skoraði á nýju ári (myndskeið)

Boltanum sparkað í kistu Jaime Escandar.
Boltanum sparkað í kistu Jaime Escandar. Ljósmynd/Skjáskot úr myndskeiðinu

Knattspyrnumannsins Jaime Escandar frá Síle var minnst á athyglisverðan hátt í upphafi ársins.

Escandar, sem lék með Aparicion de Paine í heimalandinu, féll frá undir lok árs.

Liðsfélagar hans vildu minnast hins mikla markaskorara á sinn hátt og komu því í kring að Escandar fengi að skora eitt mark til viðbótar þrátt fyrir að hann væri farinn yfir móðuna miklu.

Áður en Escandar var grafinn komu liðsfélagar hans í Aparicion honum nefnilega fyrir í kistu sinni í vítateig á knattspyrnuvelli áður en einn úr starfsliði liðsins sparkaði boltanum í kistuna svo hann skoppaði af henni og þaðan í netið.

Þeir sem fylgdust með þessum nýstárlega minnisvarða fögnuðu hástöfum þegar boltinn hafnaði í netinu og Escandar „skoraði“ sitt síðasta mark á knattspyrnuvelli. Flugeldar fóru á loft og nokkrir vinir hans föðmuðu kistuna, sem var umvafin keppnistreyju Aparicion.

Myndskeið af „marki“ Escandar fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla í upphafi ársins og má sjá það hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert