Landsliðsmaðurinn yfirgefur rússneska félagið

Hörður Björgvin Magnússon yfirgefur CSKA Moskvu.
Hörður Björgvin Magnússon yfirgefur CSKA Moskvu. AFP/Javier Soriano

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, mun yfirgefa rússneska félagið CSKA Moskva í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út.

CSKA Moskva staðfesti tíðindin í gær. Hörður hefur spilað með liðinu síðustu fjögur ár en hann kom til þess frá Bristol City á Englandi árið 2018.

Varnarmaðurinn hefur leikið 38 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert