Þjálfari PSG í leyfi fyrir óviðeigandi hegðun

Didier Ollé-Nicolle ræðir við leikmenn París SG.
Didier Ollé-Nicolle ræðir við leikmenn París SG. AFP/Franck Fife

Didier Ollé-Nicolle þjálfari kvennaliðs París SG í Frakklandi hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna ásakana um óviðeigandi hegðun í garð leikmanna liðsins.

Félagið staðfesti að Ollé-Nicolle myndi ekki stýra liðinu á meðan á rannsókn málsins stendur en hann tók við PSG á síðasta ári.

Blaðakonan Tiffany Henne greinir frá að Ollé-Nicolle hafi móðgað þónokkra leikmenn liðsins og verið óviðeigandi við leikmann undir 18 ára aldri. Þá hafi hann verið óviðeigandi við fleiri leikmenn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert