Atromitos staðfestir komu Viðars

Viðar Örn Kjartanson hjá nýja félaginu.
Viðar Örn Kjartanson hjá nýja félaginu. Ljósmynd/Atromitos

Gríska knattspyrnufélagið Atromitos er búið að staðfesta komu Viðars Arnar Kjartanssonar á frjálsum samning. Hann skrifar undir til tveggja ára hjá félaginu. 

 Mbl.is greindi frá félagaskiptunum fyrr í dag og nú er félagið búið að staðfesta þau. Viðar mun leika í treyju númer 11 hjá félaginu.

Hjá Atromitos spilar Viðar undir stjórn Walesverjans Chris Coleman sem hefur áður stýrt velska landsliðinu og Sunderland. 

Viðar var svo fenginn í smá samtal við heimsíðu félagsins:

„Ég er ánægður að vera kominn til Grikklands. Á þessum tíma sem við héldum viðræðum, hef ég lært margt um landið, um Peristeri, sem eru höfuðstöðvar liðsins og um meistarakeppnina. Ég fékk mjög góðar upplýsingar og ég held að þetta sé rétta skrefið í ferli mínum.

Ég hef haft tíma til að tala við þjálfarann, hann útskýrði fyrir mér hvers hann býst af mér hér. Ég held að Atromitos sé fullkominn staður fyrir mig í augnablikinu. Æfingaaðstaðan er frábært og Atromitos er lið sem vill stöðugt bæta sig. 

Nú þegar allt er klappað og klárt hlakka ég til að hitta nýju liðsfélagana mína og þjálfarateymið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert