Serbía og Skotland í A-deild

Aleksandar Mitrovic fagnar marki sínu í kvöld.
Aleksandar Mitrovic fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Javad Parsa

Serbía og Skotland tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA karla í knattspyrnu.

Serbía vann 2:0-sigur gegn Noregi í 4. riðli B-deildar í Osló þar sem þeir Dusan Vlahovic og Aleksandar Mitrovic skoruðu mörk Serba.

Þá er Svíþjóð fallið í C-deild eftir 1:1-jafntefli gegn Slóveníu í Solna þar sem Benjamin Sesko kom Slóveníu yfir á 28. mínútu áður en Emil Forsberg jafnaði metin fyrir Svía á 42. mínútu.

Serbar enduðu í efsta sæti riðilsins með 13 stig, Noregur endaði með 10 stig, Slóvenía með 6 stig og Svíþjóð með 4 stig.

Skotland tryggði sér sæti í A-deildinni með markalausu jafntefli gegn Úkraínu í 2. riðli B-deildarinnar í Kraká en í hinum leik riðilsins vann Írland 3:2-sigur gegn Armeníu.

John Egan, Michael Obafemi og Robbie Brady skoruðu mörk Íra en þeir Artak Dashyan og Eduard Spertsyan skoruðu mörk Armena.

Skotland endaði í efsta sætinu með 13 stig, Úkraína með 11 stig, Írland með 7 stig og Armenía féll í C-deild með 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert