Maður leiksins og fjölskyldan á staðnum

Haraldur Ingólfsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hákon Arnar Haraldsson, Haukur Andri …
Haraldur Ingólfsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hákon Arnar Haraldsson, Haukur Andri Haraldsson og Jónína Víglundsdóttir eftir leikinn í kvöld. Ljósmynd/Magnús Agnar

Hákon Arnar Haraldsson landsliðsmaðurinn ungi í knattspyrnu var útnefndur maður leiksins í Meistaradeild Evrópu í kvöld eftir að hann skoraði mark FC Köbenhavn í jafnteflinu gegn Borussia Dortmund á Parken, 1:1.

Hann fékk verðlaunagrip afhentan í leikslok og var vel fagnað eftir leikinn því foreldrar hans og bræður voru á vellinum.

Haraldur Ingólfsson og Jónína Víglundsdóttir léku bæði með A-landsliðum Íslands á sínum tíma og bræður Hákons léku báðir í Bestu deild karla á nýliðnu tímabili, Tryggvi Hrafn með Val og Haukur Andri með ÍA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert