Með slitið krossband en að fá nýjan samning

Lucas Hernandez yfirgefur völlinn eftir meiðslin á HM í Katar.
Lucas Hernandez yfirgefur völlinn eftir meiðslin á HM í Katar. AFP/Franck Fife

Lucas Hernandez, varnarmaður Bayern München er að fá nýjan samning þrátt fyrir að hafa slitið krossband í fyrsta leik heimsmeistaramóts karla í fótbolta í Katar fyrr í mánuðinum.

Hernandez sleit krossband á 13. mínútu gegn Ástralíu í fyrsta leik Frakklands á mótinu en bróðir hans, Theo Hernandez kom inná fyrir hann og eignaði sér stöðuna. 

Hasan Salihamidzic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern, hefur nú sagt þrátt fyrir meiðslin að Hernandez muni fá nýjan samning hjá liðinu.

„Viðræður við umboðsmanninn hans hafa gengið vel. Framtíð leikmannsins er hjá okkur, það er ekki nokkur spurning um það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert