Gefur lítið fyrir skýringar Lyon

Sara Björk Gunnarsdóttir, Ragnar Frank Árnason og Árni Vilhjálmsson.
Sara Björk Gunnarsdóttir, Ragnar Frank Árnason og Árni Vilhjálmsson. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Árni Vilhjálmsson, kærasti og barnsfaðir Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, hefur tjáð sig um yfirlýsingu franska knattspyrnufélagsins Lyon, þar sem meðal annars kom fram að félagið hafi gert allt sem í valdi sínu stóð til þess að styðja við hana á meðan hún var ófrísk.

Þar vandaði hann félaginu ekki kveðjurnar.

„Góður stuðningur já. Að hafa ekki samband við hana í sjö mánuði á meðan hún var ófrísk. Borguðu henni ekki launin sín þegar hún var ófrísk.

Báðu fólk nákomið henni að ljúga til þess að hjálpa til við mál félagsins. Hótuðu henni með því að segja að hún ætti sér enga framtíð hjá félaginu ef hún hefði samband við FIFA.

Sögðu „nei“ við því að taka son okkar með í útileiki þar sem það gæti truflað leikmennina (hún var enn að gefa brjóst). Ég gæti haldið endalaust áfram.

Þið töpuðuð málinu og nú er tímabært að axla smá ábyrgð,“ skrifaði Árni á Twitteraðgangi sínum í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert