Knattspyrnumaðurinn Óli Valur Ómarsson hefur ekkert leikið með Sirius í sænsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni vegna meiðsla.
Óli Valur er að glíma við vöðvameiðsli, sem hann varð fyrir á meðan hann var í landsliðsverkefni með U21 árs landsliði Íslands.
Samkvæmt frétt á heimasíðu Sirius verður Óli Valur ekki klár í slaginn fyrr en eftir sumarfrí í sænsku deildinni.
Síðasti leikur Sirius fyrir sumarfrí er gegn Gautaborg 11. júní. Næsti leikur eftir það er gegn Malmö á útivelli 1. júlí.
Óli Valur missir því væntanlega af tólf fyrstu leikjum Sirius í deildinni á leiktíðinni. Óli kom til Sirius frá Stjörnunni á síðasta ári.