Cardiff tilkynnir Rúnar Alex

Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. Ljósmynd/Cardiff

Landsliðsmarkmaður Íslands í fótbolta, Rúnar Alex Rúnarsson, ræddi við Aron Einar Gunnarsson áður en hann gekk til liðs við Cardiff og Aron hvatti hann til þess.

„Það fyrsta sem hann sagði var „já farðu þangað“ hann elskaði tímann sinn hér. Knattspyrnustjórinn talaði við mig um hvernig þeir spila og hvað hann vill sjá fá frá mér og liðinu.

Hann sá mig þegar ég var að spila í Tyrklandi, þegar ég var á láni þar og það er gott að spila fyrir knattspyrnustjóra sem þekkir mig og mína eiginleika,“ sagði Rúnar Alex í viðtali á heimasíðu Cardiff en hann var á láni hjá Alanyaspor í Tyrklandi.

„Við sáum á vellinum að hann var góður með boltann í löppunum og góður að spila honum út sem er það sem ég vil. 

Ég held að hann muni hjálpa okkur mikið. Sá sem stendur sig best af þremur markmönnum okkar mun byrja í marki,“ sagði Erol Bulut, knattspyrnustjóri Cardiff.

 Aron spilaði með liðinu frá 2011 til 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert