Þjóðverjinn Hansi Flick er tekinn við sem knattspyrnustjóri karlaliðs Barcelona.
Spænska stórveldið tilkynnti það í dag en hann tekur við af Xavi sem var sagt upp störfum á dögunum.
Flick hefur áður stýrt Bayern München og þýska landsliðinu en hann vann allt sem hægt er að vinna með Bæjaraliðinu.
Þar á meðal stýrði hann því er liðið vann Barcelona, 8:2, i eftirminnilegum 8-liða úrslitaleik á tímum Covid-19.