Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson verður tilkynntur sem nýr leikmaður Kortrijk í Belgíu í kvöld. Belgíski fjölmiðlamaðurinn Sacha Tavolieri greinir frá þessu á reikningi sínum á samfélagsmiðlinum X.
Patrik hefur leikið með Viking í Noregi frá árinu 2021 en hann kom þaðan frá Brentford á Englandi.
Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk en hann tók við liðinu á þessu ári eftir að hafa gert góða hluti hjá danska liðinu Lyngby.
Hér fyrir neðan má sjá færslu Tavolieri á samfélagsmiðlinum X.
✅ DONE DEAL
— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) July 13, 2024
🇮🇸 Patrik Gunnarsson will be #KVKortrijk new goalkeeper.
💬 Deal set to be announced tonight by #KVK. #mercato #JPL #Viking #Eliteserien pic.twitter.com/2pGSiuExBo