Hræðilegar fréttir fyrir lið Glódísar

Lena Oberdorf verður frá keppni næstu mánuðina.
Lena Oberdorf verður frá keppni næstu mánuðina. AFP/Justin Tallis

Þýska landsliðskonan Lena Oberdorf verður frá keppni næstu mánuðina vegna hnémeiðsla sem hún varð fyrir í leik Þýskalands og Austurríkis í riðli Íslands í undankeppni EM kvenna í fótbolta í gærkvöldi.

Oberdorf, sem er 22 ára og ein besta miðjukona Evrópu, sleit krossband í leiknum, sem endaði með 4:0 sigri Þýskalands.

Hún missir því af Ólympíuleikunum með þýska landsliðinu og stórum hluta komandi tímabils í þýsku 1. deildinni.

Oberdorf er nýorðin liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Bayern München en hún var áður liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert