Sjöundi á Spáni og annar með Real Sociedad

Orri Steinn Óskarsson er á leið til Real Sociedad.
Orri Steinn Óskarsson er á leið til Real Sociedad. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður sjöundi íslenski leikmaðurinn til að spila í 1. deild karla á Spáni, efstu deildinni þar í landi, og annar til að spila með liði Real Sociedad.

Eins og fram kom fyrr í kvöld er Orri á leið til Spánar til að ganga frá samningum við Real Sociedad sem hefur samið við FC Köbenhavn um kaup á honum.+

Alfreð Finnbogason lék áður með Real Sociedad á árunum 2014-2016 en eftirtaldir sex Íslendingar hafa leikið í spænsku 1. deildinni:

Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona 2006-2009, 72 leikir og 10 mörk
Pétur Pétursson, Hercules 1985-1986, 27 leikir og 5 mörk
Alfreð Finnbogason, Real Sociedad 2014-2016, 25 leikir og 2 mörk
Sverir Ingi Ingason, Granada 2017, 17 leikir og 1 mark
Jóhannes Karl Guðjónsson, Real Betis 2001-2003, 11 leikir
Þórður Guðjónsson, Las Palmas 2000-2002, 7 leikir og 1 mark

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert