AC Milan vann nágrannaslaginn

Leikmenn AC Milan fagna sigurmarkinu í kvöld.
Leikmenn AC Milan fagna sigurmarkinu í kvöld. AFP/Gabriel Bouys

AC Milan vann nágrannaslaginn, 2:1, gegn Inter Milan í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í Mílanó í kvöld.  

Bandaríski landsliðsmaðurinn Christian Pulisic kom AC Milan yfir á 10. mínútu. Federico Dimarco jafnaði metin fyrir Inter á 27. mínútu.  

Staðan í hálfleik var 1:1.  

Sigurmark AC Milan kom á 89. mínútu en varnarmaðurinn MatteGabbia skoraði það. Fleiri urðu mörkin ekki og lokaniðurstaðan var 2:1-sigur AC Milan.  

Úrslitin þýða að AC Milan situr nú í sjöunda sæti með átta stig, einu sæti á eftir Inter með jafn mörg stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert