Barcelona styrkti stöðu sína á toppnum

Robert Lewandowski skoraði fyrstu tvö mörk Barcelona.
Robert Lewandowski skoraði fyrstu tvö mörk Barcelona. AFP/Jose Jordan

Barcelona vann sannfærandi sigur á Villareal, 5:1, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.  

Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski skoraði fyrstu tvö mörk Barcelona á 20. mínútu og 35. mínútu.   

Spænski landsliðsmaðurinn Ayoze Pérez minnkaði muninn á 38. mínútu og var staðan í hálfleik 2:1 fyrir Barcelona.  

Pablo Torre skoraði þriðja mark Barcelona á 58. mínútu. Skömmu síðar fiskaði hinn kornungi Lamine Yamal vítaspyrnu fyrir Barcelona. Lewandowski fór á punktinn og skaut í stöngina.  

Varamaðurinn Rapinha gerði endanlega út um leikinn með tveimur mörkum fyrir Barcelona. Lokaniðurstöður í dag, 5:1-sigur Barcelona.  

Barcelona situr áfram á toppi deildarinnar með 18 stig en Villarreal er í fjórða sæti með 11 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert